Þriðja nemendaþing skólaársins

Nemendaþing
Nemendaþing

Á miðvikudag var haldið þriðja nemendaþing skólaársins sem gekk afar vel. Í þetta sinn voru það nemendur í 3. og 5. bekkjum sem tóku til máls um ýmis málefni. Nemendur voru t.d. spurðir hvað væri best við skólann, hvað þyrfti að laga, hvað vanti á skólalóðina, hvenær skólinn eigi að byrja á morgnana o.fl. Markmið nemendaþinga eru:

  • Að veita nemendum tækifæri til að taka þátt í lýðræðislegri samræðu um málefni sem hefur merkingu fyrir daglegt líf þeirra og skipulag skólastarfsins.
  • Að efla vitund nemenda um eigin áhrif í skólastarfinu.
  • Að fá fram sjónarhorn nemenda í ýmsum málaflokkum.
  • Að fá fram tillögur frá nemendum um hvað hægt er að gera til að hafa jákvæð áhrif á daglegt starf í skólanum og víðar.