Styrkurinn afhentur

Styrkurinn afhentur við hátíðlega athöfn. Á mynd má sjá Mattheu aðstoðarskólastjóra, Rögnu og Brynju…
Styrkurinn afhentur við hátíðlega athöfn. Á mynd má sjá Mattheu aðstoðarskólastjóra, Rögnu og Brynju frá Neistanum, Sævar skólastjóra og loks fáeina nemendur Grunnskólans í Hveragerði.

Í dag var opinn gangasöngur í skólanum og á sama tíma var fjárhæðin sem safnaðist á góðgerðardegi skólans, 1.480.000 krónur, afhent Neistanum, styrktarfélagi hjartveikra barna. Neistinn styður fjölskyldur barna og ungmenna með hjartagalla á margvíslegan hátt. Styrktarfélagið miðlar fræðslu hvers kyns sem lýtur að hjartagöllum og meðferð þeirra og heldur úti öflugu félagslífi, fjölskyldum hjartabarna til skemmtunar og stuðnings og unglingastarfið þykir einkar líflegt. Þá stendur Neistinn að baki Styrktarsjóði hjartveikra barna, sem styrkir hjartafjölskyldur fjárhagslega. Fyrir áhugasama má fá nánari upplýsingar um styrktarfélagið á veffangi Neistans - www.neistinn.is