Stóra upplestrarkeppnin

Þann 14. maí var Stóra upplestrarkeppnin haldin við hátíðlega athöfn í Grunnskólanum í Þorlákshöfn. Þetta er í fjórða sinn sem þessir skólar halda hátíðina saman. Valdir voru þrír keppendur og einn varamaður úr hópi 7. bekkinga í undankeppni sem fram fór nokkru áður. Keppnin fór vel fram og var nemendum boðið í sund og í grillaðar pylsur að henni lokinni. Þeir sem hrepptu fyrstu þrjú sætin voru:

1. Hera Fönn Lárusdóttir - Grunnskólinn í Hveragerði
2. Sigurður Elí Vignisson - Grunnskólinn í Hveragerði
3. Emma Rós Sindradóttir - Grunnskólinn í Þorlákshöfn
 
Óskum við nemendum til hamingju með vandaðan upplestur.