Skólafærninámskeið

Ágætu foreldrar.  Nú er komið að skólafærninámskeiðinu fyrir foreldra barna í 1. bekk. Það verður haldið í Grunnskólanum í Hveragerði  miðvikudaginn 6. september kl. 18:00 til 20:00.                               

Við leggjum áherslu á að foreldrar mæti, án barna.

Dagskráin er á þessa leið:

Kl. 18:00

Fulltrúi frá Fræðslu- og velferðarsviði Hveragerðis verður með fyrirlestur um skólaþjónustu og skólabyrjun, hlutverk foreldra og hlutverk skólans.  

Álfhildur, talmeinafræðingur, fjallar um málþroska og lestrarbyrjun barna. 

Kl. 19:00

Matur

Kl. 19:20

Umsjónarkennarar ræða um námsefni vetrarins og forstöðumaður frístundamiðstöðvarinnar Bungubrekku greinir frá starfseminni.

Þá verða almennar umræður og fyrirspurnir.

Hlökkum til að sjá ykkur.
Bestu kveðjur, Signý og Viktoría.