Heil og sæl
Skipulag septembermánaðar í skólanum okkar er með hefðbundnum hætti, hér koma helstu viðburðir utan venjulegs skólastarfs sem við viljum vekja athygli foreldra á.
4. sept. - Haustþing/skipulagsdagur
7.sept. - Foreldradagur
Á foreldradegi koma nemendur með foreldrum eða forráðamönnum í skólann til viðtals við umsjónarkennara. Allir aðrir kennarar eru einnig á staðnum og er foreldrum og forráðamönnum bent á að tala við þá ef eitthvað er.
Athygli er vakin á því að á foreldradaginn er Skólaselið er opið frá kl 8:00 - 17:00 fyrir þau börn sem þar eru skráð. Mikilvægt er að láta vita í Skólasel með mætingu.
24. sept. - Samræmd könnunarpróf 7. bekkur í íslensku
25. sept. - Samræmd könnunarpróf 7. bekkur í stærðfræði
30. sept. - Samræmd könnunarpróf 4. bekkur í íslensku
1. okt. - Samræmd könnunarpróf 4. bekkur í stærðfræði
Í grunnskóla Hveragerðis eru nokkur börn með bráðaofnæmi fyrir hnetum og því er skólinn hnetufrír.
Einstaklingur með bráðaofnæmi fyrir hnetum þarf ekki að borða þær til að fá ofnæmisviðbrögð. Nóg er að hann komist í snertingu við matvæli sem innihalda hnetur. Einnig getur snerting við einstakling sem hefur verið að meðhöndla hnetur valdið svæsnum ofnæmisviðbrögðum. Allar tegundir af hnetum og möndlum geta valdið ofnæmisviðbrögðum. Við mælumst því til þess að skólanesti barnanna innihaldi ekki hnetur. Hafa skal í huga að hnetur leynast í mörgu svo sem hnetusmjöri, hnetujógúrt, ýmsu bakarísbrauði o.s.frv.
Útivistartími barna og unglinga frá 1. september til 1. maí.
Börn 12 ára og yngri mega vera úti til kl. 20:00.
Ungmenni 13 - 16 ára mega vera úti til kl. 22:00.
Útivistarreglurnar eru samkvæmt barnaverndarlögum og mega börn ekki vera á almannafæri utan ofangreinds tíma nema í fylgd með fullorðnum. Bregða má út af reglunum þegar börn 13 til 16 ára eru á heimleið frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu.
Grunnskólinn í Hveragerði hefur fengið nýtt símanúmer.
Nýja símanúmerið er 483-0800.