Skipulag októbermánaðar

Hér kemur skipulag mánaðarins.

17.-18. Okt: Haustfrí - enginn skóli þessa daga.
Opið er fyrir lengda viðveru á Bungubrekku 17. okt og fer skráning fram á sportabler.

Hér í viðhengi er kynning á heimasíðu Grunnskólans í Hveragerði. Við hvetjum ykkur til að kynna ykkur síðuna sem hefur að geyma heilmikið af gagnlegum upplýsingum.

Að lokum eru hér skilaboð frá Foreldrafélagi Grunnskólans.

Boð á Aðalfund foreldrafélags Grunnskólans í Hveragerði

Aðalfundur foreldrafélags Grunnskólans í Hveragerði verður haldinn þriðjudaginn 22. október kl. 17:30 í grunnskólanum.

Dagskrá:
Ársyfirlit
Ársreikningur
Kosið í nýja stjórn

Óskað er eftir framboðum í stjórn.

Strax í kjölfarið eða klukkan 18 verður svo kynning og vinnustofa fyrir farsældarsáttmála Heimilis og skóla. Við hvetjum alla foreldra til að mæta og taka þátt í að móta framtíð foreldrasamstarfs í Hveragerði. Nánari upplýsingar verða sendar út fljótlega.

Hér er Facebook viðburður:
https://www.facebook.com/share/1AMmCqK8Tn/

Bestu kveðjur,
starfsfólk GÍH.