Sinfóníutónleikar

Sinfóníuhljómsveit Suðurlands, fjórtán manna klassísk hljómsveit undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar heimsótti Grunnskólann í Hveragerði í vikunni og spilaði fagra tóna fyrir nemendur í 2. og 3. bekkjum. Fyrsta verkið var tónverkið Lykillinn, einskonar Pétur og úlfurinn úr íslenskum sagnaveruleika. Einnig flutti hljómsveitin þekkt lög og hljóðfæri hljómsveitarinnar voru jafnframt kynnt. Þá lauk tónleikunum með því að börnin sungu við undirleik hljómsveitarinnar. Hljómsveitin fær bestu þakkir fyrir frábæra heimsókn.