Öskudagur

Öskudagur
Öskudagur

Öskudagur var tekinn með trompi hér á bæ. Eftir gangasöng og nesti hófst fjörið í íþróttahúsinu sem heppnaðist mjög vel. Ingó veðurguð kom í heimsókn og söng fyrir hópinn, okkar eigin Rakel Magnúsdóttir stýrði dagskránni með glæsibrag og nemendur í 10. bekk hjálpuðu til og sinntu m.a. andlitsmálun fyrir yngri börnin. Bestu þakkir allir sem komu að skipulaginu. Þetta var frábært.