Nýr dönskuvefur frá dönskudeild GÍH

Við skólann okkar er öflug dönskudeild þar sem Sigríður Sigurðardóttir og Heimir Eyvindarson halda vel utan um dönskukennslu skólans. Þau hafa verið öflug í námsefnisgerð í faginu og á dögunum fór nýr vefur í loftið sem þau hafa veg og vanda að. Þau útbjuggu kennsluvefinn Kom i gang, sem er kennsluefni í dönsku fyrir 1.stig/unglingastig. Vefinn gerðu þau með stuðningi frá Þróunarsjóði námsgagna.

Hér má nálgast kennsluvefinn:   https://www.komigang.is/   Á vefnum er megináhersla lögð á orðaforða og lesskilning. Vefurinn er hugsaður þannig að nemendur geti unnið sem mest sjálfstætt, án þess að þurfa mikla aðstoð frá kennara.  Þau eru með annan vef í vinnslu, fyrir Námsgagnastofnun/MMS sem mun koma út á næstu mánuðum.

Við óskum þeim innilega til hamingju með nýja vefinn sem mun án efa nýtast vel í allri dönskukennslu á Íslandi.