Fyrir skömmu fór fram nemendaþing í skólanum. Markmið þeirra eru:
- Að veita nemendum tækifæri til að taka þátt í lýðræðislegri samræðu um málefni sem hefur merkingu fyrir daglegt líf þeirra og skipulag skólastarfsins
- Að efla vitund nemenda um eigin áhrif í skólastarfið
- Að fá fram sjónarhorn nemenda í ýmsum málaflokkum
- Að fá fram tillögur frá nemendum um hvað hægt er að gera til að hafa jákvæð áhrif á daglegt starf í skólanum og víðar
Fulltrúar úr öllum bekkjum tóku þátt og erindið sem tekið var fyrir var endurskoðun á reglum skólans varðandi skólasókn og ástundun. Reglurnar fela í sér vinnuferli vegna skráninga í Mentor, vegna ófullnægjandi skólasóknar og eins um veikindi og leyfi nemenda. Afar áhugaverðar umræður áttu sér stað og tókst nemendaþingið afar vel.
Nú köllum við eftir ábendingum frá þeim aðstandendum sem vilja um áðurnefndar reglur. Reglurnar eru hér fyrir neðan og ábendingar má senda á eftirfarandi netfang: oh@hvg.is
REGLUR GÍH UM SKÓLASÓKN OG ÁSTUNDUN