Nemendaþing um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Í dag hittust fáeinir fulltrúar úr hverjum árgangi á nemendaþingi um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, þar var rætt um heimsmarkmiðin þrjú sem skólinn hefur valið að vinna með. Lýðræðisleg kosning fór fram á meðal nemenda og kosin voru markmið 1 (engin fátækt), 4 (menntun fyrir alla) og 16 (friður og réttlæti). Þessi vinna er unnin í tengslum við endurnýjun Grænfánans en við eigum von á 6. Grænfánanum í næsta mánuði.

Markmið nemendaþinga:

  • Að veita nemendum tækifæri til að taka þátt í lýðræðislegri samræðu um málefni sem hefur merkingu fyrir daglegt líf þeirra og skipulag skólastarfsins
  • Að efla vitund nemenda um eigin áhrif í skólastarfinu
  • Að fá fram sjónarhorn nemenda í ýmsum málaflokkum
  • Að fá fram tillögur frá nemendum um hvað hægt er að gera til að hafa jákvæð áhrif á daglegt starf í skólanum og víðar

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun voru samþykkt af fulltrúum allra aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna í september árið 2015. Markmiðin, sem gilda á tímabilinu 2016-2030, eru 17 talsins með 169 undirmarkmið og taka bæði til innanlandsmála sem og alþjóðasamstarfs á gildistímanum. Sjá nánar hér:

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna