Góðgerðadagurinn/Markaðstorgið er á morgun.
Í vikunni hafa nemendur skólans staðið að framleiðslu á allskyns vörum sem verða svo seldar á góðgerðardegi skólans, á morgun, föstudaginn 29.11 en þá verður markaðstorg í íþróttahúsinu og kaffihús fyrir gesti í mötuneyti skólans.
Efti mjög afgerandi kosningar meðal nemenda mun Grunnskólinn í Hveragerði þetta árið styrkja minningarsjóð Bryndísar Klöru. Markmið sjóðsins er að styðja við verkefni sem miða að því að vernda börn gegn ofbeldi og efla samfélag þar sem samkennd og samvinna eru í forgrunni.
Áhersla sjóðsins verður á fræðslu, rannsóknir og vitundarvakningu til að koma í veg fyrir að slíkar hörmungar endurtaki sig.
Opnunartími á markaðstorgi er 9:30-11:30, en kaffihúsið er opið frá 9:00 til kl 12:00
Fyrstir koma, fyrstir fá. Undir lokin má búast við að lítið verði eftir til sölu á markaðstorgi.
Enginn posi verður á staðnum en mögulegt er að borga með aur, peningum eða millifærslu.
Einnig er tekið á móti frjálsum framlögum á reikning nr 0358-22-2040 kt: 4710882509
Skólastarfið:
Skóli hefst á hefðbundnum tíma í heimastofu en lýkur að loknu markaðstorgi um kl 12:00
Þennan dag verður ekki hefðbundin stundatafla.
Íþróttir, sund og smiðjur falla niður.
Það verður ekki hádegismatur í skólanum en þeir nemendur sem eru skráðir í Bungubrekku fá viðbótarhressingu þar.
Fyrri skólabíllinn fer kl 11:50, sá seinni kl 15:00 frá Bungubrekku.
Aðstandendur barna á yngsta stigi vinsamlega athugið:
Þeir aðstandendur sem ekki komast á markaðstorgið eru vinsamlega beðnir að láta umsjónarkennara vita.
Mikilvægt er að koma fyrst í heimastofu og einnig láta vita ef börn fara heim með aðstandendum að loknu markaðstorgi.
Bestu kveðjur,
starfsfólk GÍH.