Markaðstorg og kaffihús í GÍH - Góðgerðardagur 01.12.23

Markaðstorg og kaffihús í GÍH á föstudag, 01.12.23.

Í vikunni hafa nemendur skólans staðið að framleiðslu á allskyns vörum sem verða svo seldar á góðgerðardegi skólans, föstudaginn 1. desember en þá verður markaðstorg í íþróttahúsinu og kaffihús fyrir gesti í mötuneyti skólans.

Eftir kosningar meðal nemenda mun Grunnskólinn í Hveragerði þetta árið styrkja samtökin Ljónshjarta en það eru samtök til stuðnings við fólk sem misst hefur maka og börn sem misst hafa foreldri. Nánari upplýsingar um samtökin eru hér: https://www.ljonshjarta.is/

Opnunartími á markaðstorgi og kaffihúsi er 09:30-12:00 og vinsamlega athugið:

  • Fyrstir koma, fyrstir fá. Undir lokin má búast við að lítið verði eftir til sölu á markaðstorgi.
  • Enginn posi verður á staðnum en mögulegt er að borga með peningum eða millifærslu.


Þennan dag verður ekki hefðbundin stundatafla.
Íþróttir, sund og smiðjur falla niður.
Það verður ekki hádegismatur í skólanum en þeir nemendur sem eru skráðir í frístundaheimilinu Brekkubæ fá viðbótarhressingu þar.

Skóli hefst á hefðbundnum tíma í heimastofu.
Skóla lýkur kl. 12:30.
Fyrri skólabíllinn fer kl 12:40, sá seinni kl 15:20 frá Bungubrekku.
Að loknu rölti á markaðstorgi/kaffihúsi hafa foreldrar þó val um að börn þeirra ljúki þá skóladeginum.

Aðstandendur barna á yngsta stigi vinsamlega athugið:

Þeir sem ekki komast eru vinsamlega beðnir að láta umsjónarkennara vita. Mikilvægt er að koma fyrst í heimastofu og einnig láta vita ef börn fara heim að loknu markaðstorgi.

Bestu kveðjur, starfsfólk GÍH.