Lestrarátak í 3. bekk
Í 3. bekk er orðin hefð fyrir því að brjóta upp lestrarkennsluna með skipulögðu lestrarátaki. Lestrarátakið er samstarfsverkefni umsjónarkennara, sérkennara og bókasafns skólans. Meginmarkmið lestrarátaksins er að þjálfa áheyrilegan upplestur, efla lesskilning og lestarleikni og auka lestrarlöngun. Lesnar eru saman ákveðnar bækur og verkefni unnin upp úr þeim og svo velja nemendur sér sjálfir bækur til að lesa bæði hér í skólanum og heima. Framfarir eru metnar í upphafi og við lok átaksins. Að loknu átakinu kemur allur árgangurinn saman á sal þar sem veittar eru viðurkenningar. Allir fá viðurkenningarspjald fyrir þátttökuna og smá gjöf og svo eru veittar viðurkenningar fyrir afköst og framfarir í lestrarhraða.
Allir nemendur bættu sig í lestrinum og var gaman að sjá hve nemendur unnu vel í þessu verkefni.