Lestrarátak

Í dag, 23. október hefst lestrarátak í Grunnskólanum í Hveragerði og stendur yfir í 4 vikur.

Allir nemendur eru hvattir til að lesa sem allra mest.

Á yngsta stigi búa nemendur til lestrarorm þar sem höfundar bókanna og blaðsíðufjöldi kemur fyrir. Svo er ormurinn skreyttur og loks settur upp á ganginum fyrir framan stofurnar. Á miðstigi er sami háttur hafður á en í stað ormsins er sett upp bókahilla á ganginn og krakkarnir búa til bókakjöl þar sem þau skrifa nafn höfundar og blaðsíðufjölda og setja í bókahilluna. Á elsta stigi verða nemendur hvattir til að lesa sem allra mest og þeim gefinn aukinn tími til yndislesturs.

Í Bungubrekku verður einnig lögð áhersla á að nemendur hafi aðgang að bókum og vinni verkefni sem tengjast læsi.