Krikket og söngstund

Í vikunni fengu nemendur í 6. og 7. bekkjum heimsókn frá landsliðinu í krikket. Nemendur hittu liðið í Hamarshöll og fengu að prófa íþróttina við góðar undirtektir. Þá var söngstund á yngsta stigi en hefð er fyrir því að hver árgangur stígi á svið einu sinni á önn og syngi nokkur lög fyrir aðra nemendur stigsins. Ljúf og skemmtileg stund á yngsta stigi.