Kór ML í heimsókn

Kór Menntaskólans að Laugarvatni söng fyrir elstu nemendur skólans að morgni föstudagsins 28. febrúar sl. Kórfélagar eru um 100 og fylltu húsið með samhæfðum tónum við fallegan fögnuð áheyrenda. Ekki var laust við að starfsfólk grunnskólans hafi fyllst sérstöku stolti við að sjá fjölda „gamalla“ nemenda meðal kórfélaga. Það er greinilegt að Eyrún Jónasdóttir kórstýra nær vel til síns góða hóps. Kærar þakkir nemendur og starfsfólk ML sem komið að þessari frábæru starfsemi.