Hvergerðingar fremstir í flokki á verðlaunaafhendingu ensku smásagnakeppninnar

Tekið af fréttavefnum dfs.is

Félag enskukennara á Íslandi stendur árlega fyrir enskri smásagnakeppni þar sem nemendur frá 5. bekk og upp í framhaldsskóla fá tækifæri til að skrifa smásögu á ensku. Á hverju ári er eitt þema og í ár var það orðið „Fake“.

Verðlaunaafhending fyrir bestu sögurnar fór fram í Veröld – húsi Vigdísar, 16. febrúar sl. Bryony Mathew, sendiherra Bretlands á Íslandi, veitti verðlaunin. Níu sögur voru verðlaunaðar og átti Grunnskólinn í Hveragerði sjö vinningshafa.

Í flokknum 5. bekkur og yngri unnu eftirtaldir nemendur til verðlauna:

Magdalena Sigurjónsdóttir í 5. AÞJ fyrir söguna The Fake Dog.
Matthildur Sara Ágústsdóttir í 5. AÞJ fyrir söguna The Fake Life.
Emilía Guðbjörg Hofland Tryggvadóttir í 5. AJK fyrir söguna Alien In a Human’s World.

Í flokknum 6. – 7. bekkur unnu eftirtaldir nemendur til verðlauna:

Baltasar Björn Sindrason í 6. LH fyrir söguna The Stolen Sweets.
Snædís Freyja Stefánsdóttir í 7. ILH fyrir söguna Mizuki Cat.
Heiðdís Lílja Sindradóttir í 6. GH fyrir söguna Brave.

Í flokknum 8. – 10. bekkur vann Bryndís Klara Árnadóttir í 10. MÍ til verðlauna fyrir söguna Allan. Bryndís Klara hefur fjórum sinnum tekið þátt í keppninni. Hún hefur þrisvar sinnum fengið verðlaun og tekið fyrsta sætið tvisvar. Í samtali við Krakkafréttir á RÚV segir Bryndís að það hafi alltaf virkað fyrir hana að skrifa um eitthvað alvarlegt.

Sjá fleiri myndir á vef dfs:

https://www.dfs.is/2025/02/26/hvergerdingar-fremstir-i-flokki-a-verdlaunaafhendingu-ensku-smasagnakeppninnar/