Heimhringingar

Komið þið sæl.

Í Grunnskólanum í Hveragerði er unnið eftir Olweusaráætlun gegn einelti sem ætlað er að skapa þær aðstæður í skólanum að einelti viðgangist ekki. Áætlunin er heildstæð nálgun sem nær til alls skólasamfélagsins. Lögð er rík áhersla á að nemendur tileinki sér heilbrigða lífshætti og jákvætt viðhorf.

Einn liður í þessari áætlun snýr að heimhringingum tvisvar yfir skólaárið sem umsjónarkennarar sinna. Þeir munu bráðlega hafa samband við foreldra þar sem líðan nemenda er aðalinntak samtalsins.

Gott er að hafa eftirfarandi til hliðsjónar fyrir símtalið:

1. Hvernig líður barninu þínu í skólanum?
2. Hefur barnið þitt lent í erfiðum samskiptum í skólanum síðasta mánuðinn?
3. Á barnið þitt vini/bekkjarfélaga sem líður illa í skólanum?
4. Telur þú að barnið þitt hafi áreitt eða lagt aðra nemendur í einelti?
5. Hefurðu á tilfinningunni að barninu þínu líði betur í einhverjum kennslustundum? Þá hvaða?

Bestu kveðjur, starfsfólk GÍH.