Heilsuvernd grunnskólabarna

Sælir ágætu foreldrar,

Nú við upphaf skólaárs vil ég stuttlega kynna fyrir ykkur starfsemi heilsuverndar skólabarna sem fram
fer Grunnskólanum í Hveragerði og er á vegum Heilsugæslunnar í í Hvergerði.

Viðvera mín er í skólanum í stofu 140 þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 8:00-15:00. Utan þess tíma er alltaf hægt að leggja fyrir
skilaboð hjá ritara skólans eða á heilsugæslunni.

Starfsemi heilsuverndar grunnskólabarna er framkvæmd eftir þeim lögum og reglum sem um hana gilda. Á
heilsuvefnum Heilsuvera.is er yfirlit yfir áherslur í starfseminni.
https://www.heilsuvera.is/efnisflokkar/throskaferlid/heilsuvernd-barna/heilsuvernd-grunnskolabarna/
Ég hvet ykkur til að kynna ykkur þetta vel og hikið ekki við að hafa samband við mig ef einhverjar
spurningar vakna eða þið viljið koma skilaboðum til mín vegna barna ykkar.

Ef barnið ykkar er með lífsógnandi sjúkdóm, s.s. bráðaofnæmi, astma, flogaveiki, innkirtlasjúkdóm eða annað sem þarfnast getur bráðra viðbragða þarf ég að fá upplýsingar um það, svo endilega sendið mér tölvupóst á grunnskoli.hveragerdis@hsu.is svo við getum talað betur saman.

Með bestu kveðjum og von um gott samstarf,

Guðfinna Ýr Sumarliðadóttir,
Skólahjúkrunarfræðingur í Grunnskólanum í Hveragerði