Heilsumoli frá skólahjúkrunarfræðingi

Sæl verið þið,

Í skammdeginu er mikilvægt að muna eftir D-vítamíninu.
D-vítamín er mikilvægt fyrir vöxt og þroska barna, ekki eingöngu til að bæta beinheilsu heldur einnig vegna áhrifa þess á aðra starfsemi líkamans t.d. ónæmiskerfið.

Ég hvet ykkur til að skoða myndina fyrir nánari upplýsingar um D-vítamín og muna sjálf eftir að taka lýsi eða D-vítamín.


Kær kveðja,
Guðfinna Ýr Sumarliðadóttir
Hjúkrunarfræðingur
Grunnskólinn í Hveragerði