Heilsumolar - Mikilvægi svefns

Heil og sæl kæru foreldrar og forráðamenn.

Meðfylgjandi er blöðungur um mikilvægi svefns. Svefn og hvíld er ein af grunnþörfum mannsins og er mikilvægt, sérstaklega fyrir börn og unglinga, að fá góðan og nægan nætursvefn til þess að geta þroskast og dafnað farsællega.

Viðmiðin eru:
6-13 ára: 9-11 klst
14-17 ára: 8-10 klst

Ég hvet ykkur til þess að skoða blöðunginn og huga að lengd svefns hjá börnunum ykkar og ykkur sjálfum.

Kær kveðja,

Guðfinna Ýr Sumarliðadóttir, skólahjúkrunarfræðingur.