Grunnskólinn í Hveragerði býður þér að vera viðstadda(n) opið hús þar sem 2. og 3. áfanga stækkunar skólahúsnæðisins verður fagnað. Öllum gestum gefst kostur á að skoða nýju húsakynnin.
Kl. 14:00 – Móttaka gesta - húsið opnar
Starfsfólk tekur á móti gestum við inngang.
Létt tónlist spiluð á meðan gestir ganga inn.
Kl. 14:09 – Setning
Sævar Helgason, skólastjóri, býður gesti velkomna og segir frá sögu byggingarinnar. Frá fyrstu hugmyndum til fullgerðs 2. og 3. áfanga. Svo eru það 4. og 5. áfangi.
Kl. 14:20 – Ávörp
Forseti bæjarstjórnar Sandra Sigurðardóttir
Formaður bæjarráðs Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
Kl. 14:30 – Tónlistaratriði I
Kl. 14:55 – Ávarp úr skólasamfélaginu Jóel Hjálmarsson formaður foreldrafélags skólans
Kl. 15:00 – Tónlistaratriði II
Gestum boðið að skoða húsakynnin í fylgd nemenda sem mæta á opna húsið og starfsfólks.
Léttar veitingar í mötuneyti skólans.
Kl. 15:03 – Skoðunarleiðangur, samtal og samvera
Kl. 15:40 – Lok dagskrár