Grunnskólinn í Hveragerði auglýsir eftir þroskaþjálfa eða iðjuþjálfa

Um skólann

Grunnskólinn í Hveragerði er vel staðsettur í grónu og glæsilegu bæjarfélagi. Í skólanum eru um 450 nemendur og við hann starfar vel hæft og menntað starfsfólk. Einkunnarorð skólans eru; viska, virðing og vinátta og einkennist daglegt starf skólans af þeim.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Próf og starfsréttindi sem þroskaþjálfi eða iðjuþjálfi.
  • Áhugi á skólastarfi og vinnu með börnum og unglingum.
  • Reynsla af starfi með fjölbreyttum nemendahópi
  • Lipurð í samskiptum og sveigjanleiki í starfi.
  • Færni í samvinnu og teymisvinnu.
  • Frumkvæði, skipulagsfærni og sjálfstæð vinnubrögð.

Aðstæður og kjör

  • Annast námsaðlögun og stuðning við fjölbreyttan nemendahóp í samvinnu við umsjónarkennara.
  • Stuðla að velferð nemenda í góðu samstarfi við foreldra/forráðamenn og stoðþjónustu innan skólans sem utan.
  • Vinna með kennurum að gerð einstaklingsnámskráa og námsumhverfis sem mætir ólíkum þörfum nemenda.
  • Vinna að þjálfun í ólíkum færniþáttum út frá þörfum nemenda hverju sinni, í samstarfi við annað starfsfólk.

 

Umsóknarfrestur er til 27. nóvember.

Frekari upplýsingar veita Sævar Þór Helgason skólastjóri eða Matthea Sigurðardóttir aðstoðarskólastjóri í síma 483-0800. Skal umsóknum ásamt ferilskrá skilað í tölvupósti á: saevar@hveragerdi.is