Glysrokkarar úr GÍH í þriðja sæti á Samfés

Glysrokksveitin Slysh úr félagsmiðstöðinni Skjálftaskjóli í Hveragerði sló algjörlega í gegn á Söngkeppni Samfés sem fram fór í Laugardalshöllinni um helgina.

Drengirnir, sem eru 14 og 15 ára, fluttu Mötley Crüe lagið Home Sweet Home og það er skemmst frá því að segja að þeir náðu 3. sætinu í keppninni. Starfsfólk félagsmiðstöðvarinnar og strákarnir eru búin að leggja blóð, svita og tár í atriðið síðustu vikur og það skilaði sér svo sannarlega því útkoman var algerlega frábær.

Atriðið má sjá í frétt Sunnlenska hér fyrir neðan en hljómsveitina Slysh skipa söngvarinn Gísli Freyr Sigurðsson, gítarleikararnir Björgvin Svan Mánason og Eyvindur Sveinn Lárusson, bassaleikarinn Úlfur Þórhallsson, trommarinn Stefán Gunngeir Stefánsson og hljómborðsleikarinn Hrafnkell Örn Blöndal Barkarson.

https://www.sunnlenska.is/menning/glysrokkarar-ur-hveragerdi-i-thridja-saeti-a-samfes/

Frétt: Sunnlenska / Mynd: Dagný Dögg Steinþórsdóttir