Gjöf frá foreldrafélagi skólans

Komið þið sæl. Skömmu fyrir helgi gaf foreldrafélag skólans okkur gasgrill af fullkomnustu gerð.

Hér er á ferð glæsilegt Weber grill sem mun án vafa nýtast okkur á góðviðrisdögum.

Við þökkum foreldrafélaginu innilega fyrir þessa flottu gjöf.