Framkvæmdir við skólann

Komið þið sæl. Sjá hér fyrir neðan eldri frétt. Aftur koma steypubílar að morgni fimmtudags nk., 14. september. Nemendur í viðbyggingu skólans komi þann morguninn norðan megin við byggingu eða gangi inn um aðalanddyri.

Eins og flestir vita eru byggingaframkvæmdir á skólalóðinni. Hér rís 3. áfangi skólans. Næsta fimmtudag, 31. ágúst verður plata steypt í kjallara. Væntanlega verða fyrstu steypubílarnir komnir á svæðið um 7:30.

Bent skal á að þeir nemendur sem eru í viðbyggingu skólans í átt að Lystigarði (2. og 5. bekkir) komi þann dag að morgni norður fyrir bygginguna, frá Garðshorni og meðfram lystigarði. Sleppistæði eru við Fljótsmörk, sjá hér um aðkomu og öryggi:

Aðkoma og öryggi | Grunnskólinn í Hveragerði (hveragerdi.is)