Fræðsluerindið Leiðarvísir líkamans

Í dag fékk 10. bekkur heimsókn en Hildur Sólveig Sigurðardóttir sjúkraþjálfari flutti fræðsluerindið Leiðarvísir líkamans fyrir nemendur elstu bekkja grunnskólans. Erindið fjallar um líkamsvitund og vinnuvistfræði, þar sem lögð er áhersla á mikilvægi góðrar líkamsstöðu og góðrar líkamsbeitingar, farið yfir æskilegar vinnu- og svefnstellingar ásamt því að komið er inn á meiðslaforvarnir og mikilvægi andlegrar heilsuræktar. Í vor fékk fræðsluverkefnið styrk frá Lýðheilsusjóði Landlæknisembættisins. Grunnskólinn í Hveragerði er heilsueflandi grunnskóli og eru stoðkerfisforvarnir mikilvægur þáttur í að efla heilsu nemenda.