Ingimar Guðmundsson forstöðumaður Bungubrekku verður með fræðsluerindi fyrir alla foreldra grunnskólabarna í Hveragerði 1. nóvember kl. 20:30.
Yfirheiti fræðslu kvöldsins er “Horfum saman á YouTube”.
Ingimar fer yfir YouTube með foreldrum og hvernig áhorf barna þróast með því að horfa á myndbönd og velja myndbönd út frá því sem YouTube mælir með.
Markmiðið er að foreldrar sjái hvernig unglingar og börn geti ferðast um YouTube og haft aðgengi að efni sem er ekki endilega við þeirra hæfi.
Að lokum verður almenn umræða um notkun á YouTube og öðrum samfélagsmiðlum.
Umræður og efni fræðslunar verður að miklu leyti stýrt af þeim foreldrum sem mæta, spyrja spurninga og taka þátt.
Ástæða þess að þessi fræðsla er haldin er vegna trenda meðal barna og unglinga undanfarnar vikur sem tengjast óhefluðu aðgengi þeirra að samfélagsmiðlum.