Komið þið sæl,
Í ljósi aðstæðna hefur skólastjóri að höfðu samráði við fræðsluyfirvöld, bæjarstjórn og sóttvarnayfirvöld á Suðurlandi ákveðið að fella niður hefðbundið skólastarf dagana 23.3-3.4.2020.
Skólinn mun taka á móti börnum (1.-4. bekkja) foreldra á forgangslistum frá þriðjudeginum 24. mars. Foreldrar/forráðmenn þurfa að sækja um forgang fyrir börn sín í skóla og er þá jafnframt sótt um aðgang 1. og 2. bekkinga að Skólaseli. Forgangslista má nálgast á: https://www.samband.is/media/covid-19/Forgangslisti-6-fyrir-grunn-og-leikskola-og-dagforeldra.pdf. Foreldrar sækja um forgang í gegnum www.island.is. Farið verður yfir forgangslista mánudaginn 23. mars og mun starfsfólk skólans verða í sambandi við foreldra/forráðamenn í framhaldinu. Telji foreldrar/forráðamenn sig þurfa nauðsynlega á skólavistun að halda vegna aðstæðna á heimili og eru ekki á forgangslista Almannavarna þarf að sækja um skólavist hjá félagsþjónustu Hveragerðisbæjar edda@hveragerdi.is
Fyrirkomulag náms og kennslu þeirra nemenda sem stunda nám sitt alfarið heima, verður áfram kynnt í tölvupóstum og á þeim stafræna vettvangi sem kennarar hafa valið til samskipta.
Það eru margar ákvarðanir sem hafa verið teknar síðustu daga við flóknar og erfiðar aðstæður. Við erum öll á sama báti og heyjum orrustu við hættulegan vírus. Þann slag vinnum við saman, en í hæfilegri fjarlægð hvert frá öðru. Það sem meðal annars ræður þessari ákvörðun eru eftirfarandi punktar:
- Við ætlum að verja nemendur okkar og starfsfólk fyrir smiti í skólanum.
- Upp hefur komið annað smit í starfsmannahópnum og nýir einstaklingar þurft að fara í sóttkví.
- Við viljum komast hjá því að börn sem hafa verið í sóttkví þurfi að fara aftur.
Með vinsemd og virðingu,
Sævar Þór Helgason
Grunnskólinn í Hveragerði
English:
In light of current circumstances the principal, after consulting with The Educational Authorities, The Local Council and The Directorate of Health, has decided to cancel traditional school attendance between 23.3-3.4.2020.
Parents in priority jobs, i.e. healthcare employees, police etc. (see website below) can request for their children (only applies for students in 1.-4. class) to attend school from Tuesday 24.3. This also applies to the after-school program (students in 1.-2. class).
The school will review priority lists on Monday 23.3 and contact parents in question.
If parents feel they need to send their children to school this period due to conditions at home, and are not working in accordance with the aforementioned list, please contact edda@hveragerdi.is
Teachers will contact students about school projects done from home this period.
There are many decisions that have been made in recent days in complex and difficult situations. We are all together fighting a dangerous virus, at a reasonable distance from each other. What determines this decision in particular are the following points:
- We intend to protect our students and staff from infection at school premises.
- There has been another infection in the staff and new people have had to go into quarantine.
- We want to avoid that children who have been quarantined would possibly need to go back into quarantine.
With my best regards,
Sævar Þór Helgason, principal.
Request for priority – Information in Icelandic:
https://www.samband.is/media/covid-19/Forgangslisti-6-fyrir-grunn-og-leikskola-og-dagforeldra.pdf
Request for priority – Apply via https://island.is/