Foreldrafærninámskeið - Tengjumst í leik

Kæru foreldrar og forsjáraðilar,

Hveragerðisbær býður ykkur að taka þátt í einstöku námskeiði fyrir foreldra í Grunnskólanum í Hveragerði. Námskeiðið er á vegum Föruneyti barna hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu og heitir Tengjumst í leik (e. Invest in play). Markmið námskeiðsins er að styrkja tengslin milli foreldra og barna og skapa meira jafnvægi og gleði í heimilinu!

Foreldrar hafa upplifað:

🌟 Aukna  náms-, félags- og tilfinningahæfni hjá börnunum sínum.

🌟Verkfæri til að takast á við daglegar áskoranir í uppeldinu.

🌟 Að dregið hafi úr hegðunarörðugleikum.

Námskeiðið hefur hjálpað fjölskyldum að byggja samvinnu og ró á heimilinu – og við trúum að það gæti líka gert ótrúlega góða hluti fyrir ykkur!

Það eru takmörkuð pláss svo skráðu þig fljótt til að tryggja þér þitt sæti! Í þetta sinn er námskeiðið fyrir foreldra barna fædd 2018 og 2019. Einnig er boðið upp á námskeið fyrir foreldra barna fædd 2016.

👉 Skráning fer fram í gegnum Abler - smelltu á þennan hlekk til að skrá þig:  

https://www.abler.io/shop/hveragerdisbaer/bungubrekka

Einnig getur þú haft samband við Sólveigu Rós, skipuleggjanda (solveigros@hveragerdi.is) til að ræða skráninguna. Við hlökkum til að sjá ykkur!  

1.-2. bekkir: Námskeiðið er kl: 17-19 á miðvikudögum og hefst frá 17. september til 3. desember.

4. bekkir: Námskeiðið er kl: 17-19 á þriðjudögum og hefst frá 16. september til 2. desember.

Hér er hlekkur á myndband þar sem má sjá foreldra deila upplifun sinni af því að sitja námskeið: https://vimeo.com/1081793052?share=copy