Enska smásagnakeppnin í ár

-sjá fleiri myndir á samfélagsmiðlum skólans
-sjá fleiri myndir á samfélagsmiðlum skólans

Þátttaka í ensku smásagnakeppninni er fyrir löngu orðinn fastur liður í skólastarfi GÍH. Þetta er landskeppninni sem haldin er í tilefni af evrópska tungumáladeginum þann 26. september og allir grunnskólar á Íslandi mega taka þátt í. Nemendur í 5. - 10. bekkí GÍH taka þátt á hverju ári og verða smásögurnar að vera skrifaðar á ensku og tengjast ákveðnu þema sem að þessu sinna var orðið EPIPHANY sem þýðir UPPLJÓMUN á íslensku.

Í dag var upplýst hvaða smásögur voru valdir á sýningu sem hefst á bæjarbókasafninu í Sunnumörk í desember og hvaða smásögur þóttu skara framúr í hverjum flokki fyrir sig.
Sigmar Karlsson deildarstjóri elsta stigs og Kolbrún Vilhjálmsdóttir deildarstjóri miðstigs stýrðu athöfninni og afhentu vinningshöfunum glæsileg bókaverðlaun og viðurkenningarskjal fyrir sínar smásögur, sem skólinn sendir svo í landskeppnina.

Í flokknum 5. bekkur og yngri fengu eftirtaldir nemendur bækur úr bókaflokknum “Diary of a Wimpy Kid”:
Neisti and I Hugi Þór Haraldsson 5. ADÁ
Emma and Her Story Hugrún Gunnarsdóttir 5. BÓS
Basketball Hero Ísabella Rán Andradóttir 5. ADÁ

Í flokknum 6. – 7. bekkur fengu eftirtaldir nemendur bækur eftir rithöfundinn David Walliams:
Grimm Magdalena Sigurjónsdóttir 6. MDG
The Last Upgrade Baltasar Björn Sindrason 7. LH
The Volunteer Workers Karítas Edda Tryggvadóttir 7. ISM

Í flokknum 8. – 10. bekkur fengu eftirtaldir nemendur bækur úr bókaflokknum “Harry Potter”:
Take Aim Hulda María Hilmisdóttir 10. JGJ
Through Their Eyes Brianna Lind Sindradóttir 9. GH
A Life In Ink Hera Fönn Lárusdóttir 9. GH

Við þökkum öllum nemendum kærlega fyrir þátttökuna og óskum vinningshöfunum innilega til hamingju.

Bestu kveðjur frá enskudeildinni,
Genimar Adriana Aranguren Lopez
Ólafur Jósefsson