Þau ánægjulegu tíðindi voru að berast okkur að nemendur í GÍH eru enn á ný á meðal vinningshafa í ensku smásagnakeppninni 2024, sem Félag enskukennara á Íslandi (FEKÍ) stendur fyrir.
Þessi landskeppninni sem haldin er í tilefni af evrópska tungumáladeginum þann 26. september og taka nemendur í 5. - 10. bekkí GÍH þátt á hverju ári . Smásögurnar verða að vera skrifaðar á ensku og tengjast ákveðnu þema sem að þessu sinna var orðið “FAKE”.
Skemmst er frá því að segja að nemendur á miðstigi hlutu hvorki meira né minna en öll 6 verðlaunin sem í boði voru og einn nemandi hlaut verðlaun á elsta stigi. Skólinn á því 7 vinningshafa af 9 í flokki grunnskóla nemenda sem er alveg magnað og virkilega gleðilegt.
Í flokknum 5. bekkur og yngri unnu eftirtaldir nemendur til verðlauna:
Magdalena Sigurjónsdóttir í 5. AÞJ fyrir söguna The Fake Dog.
Matthildur Sara Ágústsdóttir í 5. AÞJ fyrir söguna The Fake Life.
Emilía Guðbjörg Hofland Tryggvadóttir í 5. AJK fyrir söguna Alien In a Human’s World.
Í flokknum 6. – 7. bekkur unnu eftirtaldir nemendur til verðlauna:
Baltasar Björn Sindrason í 6. LH fyrir söguna The Stolen Sweets.
Snædís Freyja Stefánsdóttir í 7. ILH fyrir söguna Mizuki Cat.
Heiðdís Lílja Sindradóttir 6. í GH fyrir söguna Brave.
Í flokknum 8. – 10. bekkur vann Bryndís Klara Árnadóttir í 10. MÍ til verðlauna fyrir söguna Allan.
Við erum að springa úr stolti og þökkum öllum nemendum kærlega fyrir þátttökuna og óskum vinningshöfunum innilega til hamingju.
Bestu kveðjur frá enskudeildinni,
Genimar Adriana Aranguren Lopez
Ólafur Jósefsson