enska smásagnakeppnin
Á hverju ári í tilefni evrópska tungumáladagsins þann 26. september stendur félag enskukennara á Íslandi fyrir smásagnakeppni á ensku á meðal grunn- og framhaldsskóla landsins. Við tökum þátt í henni í þremur flokkum og smásagan átti að þessu sinni að tengjast orðinu „Joy“ á einhvern hátt. Þann 10. desember voru úrslit í innanskólakeppninni kynnt og um leið voru glæsileg bókaverðlaun afhent fyrir þær 3 sögur sem okkur finnst hafa skarað framúr í hverjum flokki fyrir sig, en við röðum þeim hins vegar ekki í sæti.
Í flokknum 5. bekkur og yngri fengu eftirtaldir nemendur bækur eftir Roald Dahl: Kveldúlfur Ari Ottóson Borg fyrir söguna The Tree of Life, Sigrún Ósk Stefánsdóttir fyrir söguna The Day of Joy og þær Marta Elísabet Arinbjarnar og Díana Rós Egilsdóttir fyrir söguna Your Own Joy Story.
Í flokknum 6. – 7. bekkur fengu eftirtaldir nemendur bækur í bókaflokknum um Harry Potter eftir J. K. Rowling: Aðalheiður Sif Guðjónsdóttir fyrir söguna You Only Live Once, Heiðar Þór Grétarsson fyrir söguna Home From Space og Kiefer Bárðarsson fyrir söguna Joy.
Í flokknum 8. – 10. bekkur fengu eftirtaldir nemendur einnig bækur í bókaflokknum um Harry Potter eftir J. K. Rowling: Sólveig Lilja Guðjónsdóttir fyrir söguna Recovery, Ingibjörg Ólafsdóttir fyrir söguna Babysitting Nightmare og María Björg Jónsdóttir fyrir söguna From Hell to heaven.
Við sendum allar þessar sögur í landskeppnina. Þær og úrval annarra smásagna má lesa á glæsilegri sýningu á bæjarbókasafninu í Sunnumörk í desember og er kjörið að fara þangað með börnin í aðventunni til að lesa þær.