Breytingar - Skipulagsdagur 16.03.20

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum í dag hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga sem felur m.a. í sér að skólahald verður takmarkað tímabundið. Um er að ræða tímabilið frá 16. mars til 12. apríl. Markmið með takmörkun skólastarfs er að hægja eins og unnt er á útbreiðslu COVID-19 farsóttar.

Starfsdagur verður mánudaginn 16. mars. Þann dag nýta stjórnendur og starfsmenn skólans til að skipuleggja skólastarfið í takti við þær skorður sem takmarkanirnar vegna farsóttarinnar setja hefðbundnu starfi skólans.

Skólasel verður lokað mánudaginn 16. mars og gripið verður til fjöldatakmarkana þegar starfsemin hefst að nýju.

Foreldrar/forráðamenn eru beðnir um að fylgjast með upplýsingum á heimasíðu skólans, miðlum og tölvupósti um helgina. Í undirbúningi eru hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga leiðbeiningar um frístundastarf, íþróttastarf, starf tónlistarskóla og aðrar tómstundir barna.

Fyrirséð er að breytingar verða í kringum mötuneyti. Nemendur geta ekki notað samlokugrill eða örbylgjuofna, þau tæki verða fjarlægð.

Þar sem um fordæmalausar aðstæður er að ræða hafa foreldrar val um að halda börnum sínum heima. Það ber að tilkynna líkt og áður.

https://www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=23a0ee4d-6537-11ea-945f-005056bc4d74

Sævar Þór Helgason
Skólastjóri