Baráttudagur gegn einelti

Í gær var Baráttudagur gegn einelti. Markmið dagsins snýr að því að efna til umræðu, fræðslu og viðburða til að vinna gegn einelti. Hvetja til jákvæðra samskipta og efla vináttu. Í tilefni dagsins var grænn dagur hér í skólanum til þess að minna okkur á hlutverk ,,verndarans" (græna karlsins) í eineltishring Olweusar.

Nemendur voru svo á faraldsfæti um bæinn þar sem vinabekkir sáu um að dreifa vinakveðjum til fyrirtækja. Þetta er árleg hefð hjá okkur í skólanum, nemendur fara til skiptis með vinakort til fyrirtækja og heimila (sjá: Grunnskólinn í Hveragerði | Hveragerði | Facebook)

Grunnskólinn í Hveragerði starfar eftir Olweusarverkefninu gegn einelti en því er ætlað að skapa þær aðstæður í skólanum að einelti viðgangist ekki. Áætlunin er heildstæð nálgun sem nær til alls skólasamfélagsins. Í Grunnskólanum í Hveragerði er lögð rík áhersla á að nemendur tileinki sér heilbrigða lífshætti og jákvætt viðhorf.

Sjá áætlun hér