Baráttudagur gegn einelti

Föstudaginn 8. nóvember sl., var grænn dagur í skólanum sem jafnframt var baráttudagur gegn einelti. Vinabekkir skólans unnu saman að jákvæðum og uppbyggilegum samskiptum og hefð hefur verið fyrir því að nemendur fari til skiptis með hugljúfar vinakveðjur til heimila og fyrirtækja. Þetta árið fóru vinabekkirnir saman til fyrirtækja með vinakveðjurnar og áttu góðan dag saman.