Aðalfundur foreldrafélags GÍH

Aðalfundur foreldrafélags
Aðalfundur foreldrafélags

Aðalfundur foreldrafélags Grunnskólans í Hveragerði verður haldinn fimmtudaginn 11. september klukkan 18:00 á sal skólans.

Hlutverk foreldrafélags er að styrkja félagslíf nemenda, standa að skemmtilegum viðburðum og verkefnum ásamt því að vera vettvangur samráðs milli forráðamanna og skóla.

Þátttaka foreldra skiptir miklu máli. Saman búum við til betra skólastarf og sterkara samfélag fyrir börnin okkar.

Komdu og taktu þátt í starfi foreldrafélagsins!