Vakin er athygli á því að umsóknarfrestur um AUKA íþrótta- og tómstundastyrki ríkisstjórnarinnar til barna á tekjulágum heimilum rennur út þann 15. apríl 2021. Styrkurinn nemur kr. 45.000,- og gildir fyrir allar tómstundir barna og ungmenna. Minnt er á að hægt er að sækja um styrkinn afturvirkt frá haustönn 2020. Meðfylgjandi þessari tilkynningu eru þrjú plaköt á ensku, íslensku og pólsku sem skýra út fyrirkomulagið og vísa foreldrum og forráðamönnum barna og ungmenna rétta leið svo þau geti kannað hvort þau falli undir reglur um styrkina.
Vinsamlegast komið þessum skilaboðum til allra þeirra sem þið teljið að gætu nýtt sér þennan styrk.
Hér má finna allt um fyrirkomulagið