100 daga hátíð

100 daga hátíð
100 daga hátíð

Í dag var 100 daga hátíð í skólanum enda hundraðasti skóladagur þessa skólaárs. Af því tilefni var ýmislegt brallað með töluna 100. Nemendur settu meðal annars upp dæmi þar sem útkoman var 100, reyndu að skrifa 100 orð innan ákveðins tíma og svo teiknuðu þeir mynd af sér 100 ára. Þá fóru nemendur í teningaspil og kepptust lið um að ná fyrst upp í töluna 100. Þá skrifuðu ýmsir bekkir 100 dönsk orð og 100 jákvæð orð, sumir fóru í spurningakeppni og burpeeskeppni á meðan aðrir púsluðu 100 bita púsluspil og ekki má gleyma upplestri með 100 orðum. Aldeilis líf og fjör á hundraðasta skóladeginum okkar.