Undankeppni stóru upplestrarkeppninnar

Miðvikudaginn 17. mars síðastliðinn fór fram undankeppni fyrir Stóru upplestrarkeppnina hér í skólanum. Eins og venjulega voru það nemendur 7. bekkja sem tóku þátt og stóðu sig svo sannarlega með stakri prýði. Frábær upplestur og greinilegt að íslenskukennararnir í 7. bekk, þær Anna Dóra, Íris og Magga Ísaks voru búnar að undirbúa krakkana vel.

Dómnefndin í keppninni var skipuð af miklum reynsluboltum í upplestri. Það voru þær Kristín Arna, Ása og Vera sem fengu það erfiða hlutverk að velja fimm nemendur og einn varamann sem keppa fyrir hönd skólans í næstu viku þegar lokakeppnin fer fram.

Eins og áður sagði þá stóðu allir nemendurnir sig vel og unnu ákveðinn sigur með því að taka þátt en þeir nemendur sem þóttu skara fram úr og taka þátt í lokakeppninni eru Björgvin Svan Mánason, Elma María Böðvarsdóttir, Eyvindur Sveinn Lárusson, Hafrún Kemp Helgadóttir og Stefán Gunngeir Stefánsson. Varamaður er Úlfur Þórhallsson.

Til hamingju öll fyrir frábæran árangur.