Skólastarf 4.5-3.6.2020

Fyrirkomulag skólahalds eftir tilslakanir á samkomubanni 4. maí vegna COVID-19

Meginforsendur afléttinga samkomubanns eru:
. Takmarkanir á grunnskólastarfi vegna COVID-19 falla niður.
. Fjöldatakmarkanir í rýmum eiga einungis við um starfsfólk skólans.
. Starfsfólk og nemendur við GíH gætir að sér, til að varna því að hópsýking komi upp. Við erum í þessu saman og smitgát er enn í gildi næstu mánuðina. Hafa ber í huga að í kringum okkur er fólk með viðkvæma heilsu og gæti veikst alvarlega ef smit fer aftur á kreik. Verkefni okkar allra er að gæta sem best að okkur.


Allir nemendur eiga að mæta í skólann frá og með mánudeginum 4. maí.
. Kennt verður samkvæmt stundaskrá. Frímínútur og matarhlé verða með eðlilegum hætti.
. Skólaakstur verður með eðlilegum hætti.
. Tónlistarkennsla Tónlistarskóla Árnesinga fer fram með eðlilegum hætti.
. Skólasel og Skjálftaskjól starfa með venjubundnum hætti.
. Skrifstofa skólans er opin frá kl. 07:30-16:00
. Íþrótta- og sundkennsla verður með eðlilegum hætti (Laugaskarð ekki opið almenningi).
o Nemendur 1. og 2. bekkja byrja í sundi frá og með mánudeginum 4. maí.
. List- og verkgreinakennsla verður með eðlilegum hætti.
. Engar takmarkanir eru settar á fjölda nemenda í hópum.
. Kennarar og annað starfsfólk mega ekki vera fleiri en 50 á sama stað.
o Ekki verða haldnir starfsmanna- eða aðrir fundir nema að hægt sé að viðhafa 2 metra fjarlægðarregluna og aldrei með fleiri en 50 manns.
. Allir nemendur geta mætt samtímis í skólann, farið í útiveru og verið í mötuneyti.
o Frímínútur og útivera verður með hefðbundnum hætti en hvatt er til þess að skipulagðir séu leikir á skólalóð/útisvæði skólans til að nemendur njóti frímínútna í ríkara mæli.
. Ef brýnar ástæður eru til geta foreldrar sótt um leyfi fyrir börn sín frá skólasókn. Slíkar beiðnir skulu vera skriflegar og þar staðfesta foreldrar að þeir beri fulla ábyrgð á námi nemenda á meðan leyfi varir. Leyfisbeiðnir eru lagðar fram í nemendaverndarráði.
o Ef leyfi er samþykkt hefur umsjónarkennari samband við nemanda og foreldra 2-3 sinnum í viku til að fylgjast með líðan og framgangi náms.
. Foreldrar og forráðamenn geta fylgt börnum sínum að skólabyggingum en eiga ekki koma inn í sjálfar byggingarnar. Foreldrar komi ekki inn í grunnskóla og Skólasel nema nauðsynlegt sé.
o Ef foreldrar/forráðamenn eru boðaðir á fund, er þeim heimilt að mæta á fundi þar sem gætt verður að 2 metra reglunni.
. Undirbúningstímar starfsfólks verði teknir heima, ef aðstæður hamla 2 metra reglunni.
. Skipulag vinnu starfsfólks í skólanum er metið við lok hverrar vinnuviku.
. Skólaferðalagi 7. bekkinga verður væntanlega frestað til hausts.
. Útskriftarferð 10. bekkinga er í skoðun.
. Fyrirkomulag skólaslita verður kynnt síðar.
Nemendur og starfsfólk er áfram hvatt til að gæta að almennu hreinlæti, vönduðum handþvotti og notkun sótthreinsispritts.