Skólafærninámskeið

VIÐ MINNUM FORELDRA OG FORRÁÐAMENN NEMENDA Í 1. BEKK Á ÞETTA!

SKRÁIÐ YKKUR HÉR: https://forms.gle/Z7sKtYRB5eVXUZ6k7

Góðan dag. 

Ákveðið hefur verið að Skólafærninámskeið í grunnskólum í Árnesþingi verði haldin í Teams fjarfundabúnaði í ár, í takt við tilmæli almannavarna um samkomuhald.

Ákvörðunin er einnig tekin með tilliti til aðgerða skólastjórnenda í Árnesþingi sem margir hafa gert ráðstafanir með það að markmiði að fækka heimsóknum fullorðinna inn í skólana eins og við verður komið. 

Þetta verða tvö námskeið, annars vegar mánudaginn 7. september kl. 18:00-19:00 og hins vegar miðvikudaginn 9. september kl. 17:30-18:30. Foreldrar geta þannig valið hvort námskeiðið þeir sækja eftir því sem hentar betur. 

Um skólafærninámskeið

Námskeiðin eru ætluð foreldrum barna sem eru að hefja nám í grunnskóla. Þar er m.a. fjallað um samskipti, tengsl nemenda og kennara, um mikilvægi vináttu barna og hvernig foreldrar geta stutt börn sín í vinatengslum, um ábyrgð skólans gagnvart nemendum og foreldrum og ábyrgð foreldara gagnvart námi barnsins og skólanum. Farið verður yfir hagnýtar upplýsingar eins og svefn- og skjátíma barna o.fl. Talmeinafræðingur fjallar um málþroska 5-6 ára barna, um tengsl málþroska og náms, um heimalestur, mikilvægi þess að lesa með börnum, hvernig er ákjósanlegt að lesa með börnum, hvernig við getum gert lesturinn enn skemmtilegri, um val á bókum/lesefni og margt fleira.  

Námskeiðið tekur eina klukkustund.

Við vonum að þetta fyrirkomulag muni henta bæði foreldrum og skólum.

Hér er slóðin inn á námskeiðið mánudaginn 7. september kl. 18:00  Join Microsoft Teams Meeting

Hér er slóðin inn á námskeiðið miðvikudaginn 9. september kl. 17:30 Join Microsoft Teams Meeting

Hlökkum til að hitta ykkur á námskeiðunum

Bestu kveðjur frá Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings,

Hrafnhildur Karlsdóttir teymisstjóri og kennsluráðgjafi.

Kristín Arna Hauksdóttir kennsluráðgjafi.

Anna Stefanía Vignisdóttir talmeinafræðingur.

Álfhildur Þorsteinsdóttir talmeinafræðingur.