Árshátíð elsta stigs

Komið þið sæl.

Á fimmtudaginn verður árshátíð elsta stigs haldin hátíðleg. Dagskráin stendur frá kl. 19.30 til 23:00

Æskilegt er að búið sé að greiða fyrir árshátíðina fyrir lok þriðjudags. Ritari tekur við greiðslu á skrifstofu skólans.

Nemendur 7. bekkja greiða 2500 og nemendur 8.-10. bekkja greiða 3000

Vegna árshátíðarinnar verður engin kennsla í 8.-10. bekk eftir kl. 12.10 á fimmtudaginn. Aukinheldur fá nemendur sömu bekkja frí í fyrstu tveimur kennslustundunum á föstudaginn.

Við hvetjum alla til að mæta í sínu fínasta pússi á árshátíðina, enda er hún hápunktur félagslífsins á skólaárinu.

Dagskrá fimmtudagskvöldsins verður nokkurnveginn svona:

Kl. 19.00: Húsið opnar
Kl. 19.30: Ávarp formanns nemendaráðs.
Kl. 19.35: Borðhald hefst, aðalréttur borinn fram. ATH. Vinsamlegast látið umsjónarkennara vita sem fyrst ef óskað er eftir vegan eða grænmetisréttum
Kl. 20.30: Létt skemmtiatriði í boði nemendaráðs
Kl. 21.00: Eftirréttur og upphitun fyrir dansleik. Minnt er á að nemendur hjálpast að við frágang áður en dansleikurinn hefst.
Kl. 21.15: Dansleikur hefst
Kl. 22.00: 7.bekkingar fara heim
Kl. 23.00: Dansleik lýkur

Bestu kveðjur,

Heimir Eyvindarson
Deildarstjóri náms og kennslu á elsta stigi