Námsmat

Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla á megintilgangur námsmats að vera sá að leiðbeina nemendum um stöðu sína, hæfni og þekkingu, með tilliti til námsmarkmiða hverju sinni. Í Grunnskólanum í Hveragerði er viðhaft símat í öllum árgöngum. Nemendur í 1.-9. bekk fá vitnisburð í Mentor þar sem notast er við fimm hæfnitákn:

Framúrskarandi

Hæfni náð

Á góðri leið

Þarfnast þjálfunar

Hæfni ekki náð

Nemendur í 10. bekk fá einkunn að vori í bókstöfum á rafrænu vitnisburðarskírteini sem öllum grunnskólum er skylt að nota við útskrift.

A

B+

B

C+

C

D

Í umsagnarreit á vitnisburðarblaði kemur fram ef um frávik er að ræða. Námsgrein er einnig merkt með stjörnu ef nemandi víkur frá námsmarkmiðum árgangsins. Stjörnumerktur vitnisburður merkir að nemandi á erfitt með að tileinka sér námsmarkmið árgangsins og er þar af leiðandi í aðlöguðu námsefni.