Vel heppnaðar árgangagöngur

Á fimmtudag í síðustu viku voru árgangagöngur skólans. Gönguferðirnar tókust mjög vel enda veðrið milt og gott. Nemendur fóru misjafnar leiðir. Sumir fóru Ölfusborgarhringinn, aðrir meðfram Reykjafjalli eða upp á Reykjafjall, nokkrir fóru meðfram Hamrinum og sumir yfir hann eða upp í Kamba, inn í Reykjadal o.s.frv. Nemendur í 9. bekk gengu frá Nesjavöllum inn í Marardal og 10. bekkur gekk Fimmvörðuháls.

Þessi skólahefð hefur verið við lýði í þónokkur ár og er sannarlega komin til að vera.