Skólaslit 3. júní

Í dag eru foreldraviðtölin í fullum gangi og á morgun, miðvikudag 3. júní verða skólaslit.

Að þessu sinni verða skólaslitin án foreldra hér í skólanum og nemendur í 1. - 9. bekk eiga að mæta í skólann til umsjónarkennara frá kl. 9 til 11. Inn í því er stutt dagskrá á sal með skólastjóra og aðstoðarskólastjóra.

10. bekkur útskrifast kl. 18 í Hveragerðiskirkju.

Loks óska starfsmenn Grunnskólans í Hveragerði ykkur gleðilegs sumars með þökkum fyrir veturinn :)