Skákkennsla

Skákfélag Selfoss og nágrennis sinnir skákkennslu í Grunnskólanum í Hveragerði. Skákkennarar eru Arnar Gunnarsson, alþjóðlegur meistari, og Oddgeir Ágúst Ottesen.

Skákkennarar koma tvisvar í viku og kenna skref-fyrir-skref aðferðina í 2., 3. og 4. bekkjum. Þessi aðferð var hönnuð í Hollandi 1987, sérstaklega til að kenna krökkum skák. Kennslan tekur mið af kunnáttu hvers og eins og eru nemendur mjög áhugasamir.