Auglýst eftir starfsfólki á skólasel

Skólaselið í Bungubrekku óskar eftir starfsfólki í hlutastarf. Vinnutími mun vera frá kl. 12:30 til 16:00 alla virka daga. Umsóknarfrestur er til 21. ágúst 2020.

Viðkomandi þarf að hafa áhuga á að vinna með börnum, vera jákvæður, hafa góða færni í mannlegum samskiptum og gott vald á íslensku.

Bungubrekka er frístundaheimili fyrir nemendur í yngsta stigi Grunnskólans í Hveragerði (6-9 ára), sjá nánar á vefsíðu Bungubrekku.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitafélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Á vef Hveragerðisbæjar er hægt er að nálgast umsóknareyðublöð og þeim skal umsóknum skilað á skrifstofu Hveragerðisbæjar við Breiðumörk 20, eða á hveragerdi@hveragerdi.is.

Nánari upplýsingar veitir Ingimar Guðmundsson, forstöðumaður Bungubrekku í síma 483-4095 eða í tölvupósti á ingimar@hveragerdi.is