Reglur um heimsóknir

Grunnskólinn í Hveragerði er heimaskóli nemenda sem eiga lögheimili í Hveragerði og dreifbýli Ölfuss. Í þeim tilvikum sem óskað er eftir að nemendur annarra skóla fái að koma í heimsókn skulu forráðamenn setja sig í samband við umsjónarkennara þess bekkjar sem heimsækja skal og skólastjóra. Aðstandendur gefi skólanum upp símanúmer þar sem hægt er að ná í þá.

Nemendur sem eru gestkomandi í Grunnskólanum í Hveragerði, hvort sem þeir hafa átt lögheimili í Hveragerði eða ekki, eru velkomnir í tímabundna heimsókn í samráði við umsjónarkennara og skólastjóra.

Ekki er gert ráð fyrir lengri heimsókn en tvær til fjórar kennslustundir. Nemendur í heimsókn sækja ekki íþrótta- , sund- eða smiðjutíma.

Þeir nemendur sem heimsækja skólann skulu vera með verkefni frá eigin skóla, bækur og skriffæri sem við á og taka þátt í kennslustundinni eins og aðrir nemendur bekkjarins.

Forsendur heimsóknar eru að hegðun nemandans valdi ekki truflun í bekknum.